top of page

UM OKKUR

Hundarnir okkar eru fyrst & fremst fjölskyldumeðlimir. Megin atriðið er að allir okkar hundar/ hvolpar séu elskaðir, glaðir & heilbrigðir. Markmiðið okkar eru fyrst og fremst skapgerð & heilbrigði.  Við leggjum þó mikið upp úr að hafa gæði, tignarlega & flotta hunda sem eru samkvæmt staðli tegundarinnar.  Við notum einungis geðgóða & hæfa hunda í okkar ræktun, sem og pössum vel upp á okkar hóp.
VIÐ ERUM ALLTAF TIL STAÐAR! 

Eins og stendur spila margir einstaklingar inn í ræktunina okkar og erum við stolt að geta kallað okkar kaupendur vini. Við erum mjög þakklát öllum sem hafa komið að rækturunum 
 

Ásdís. Erna & Steinunn eru eigendur Russian Toy ræktunarinnar  Great Icelandic Toy. 
Erna stofnaði fyrst ræktunina árið 2017. Bættust þó  systurnar Steinunn & Ásdís við 2023 vegna góð samstarfs, en eiga þær báðar Great Icelandic Toy hunda. 
 

Ykkur er velkomið að hafa samband á Facebook  ef áhugi er fyrir tegundinni. Allir sem hafa áhuga þurfa svara umsókn sem við sendum í einkaskilaboðum á Facebook en öll samskipti fara þar fram. Erna sér um að svara skilaboðum og finna væntanleg heimili fyrir hvolpana einsog er. Farið er svo eftir þeim fjölskyldum sem okkur lýst best á að hverju sinni & er þeim parað við hvolpa sem hentar best. Allir okkar hvolpar eru ráðlagðir sem heimilisdýr & seljast þar að leiðandi með geldingu í huga nema annað sé tekið fram. Veglegur gjafapakki fylgir með öllu því sem hvolpur þarf & ættbók frá Hundaræktunarfelagi Íslands. Svo auðvitað fylgir ræktendur með sem hægri hönd.

Við leggjum mikið upp úr því að fylgjast með hvolpunum okkar &  vera til staðar! 

 

Við reynum með bestu getu að skila af okkur umhverfisþjálfuðum og flottum hvolpum, frá fæðingu eru hvolparnir þjálfaðir með mannlegri snertingu. Neglur klyftar vikulega &  reglulegar baðferðir.  þeim er kynt fyrir ýmislegum hljóðum, dóti, undirlagi & snertingum. Að öllu leiti verður búið að kynna þeim fyrir búri & bíl. þeir búnir að hitta ókunnugt fólk, börn & hunda. 

Við viljum stuðla að góðri þjálfun áður en hvolpurinn fer á sitt framtíðarheimili. réttar aðferðir frá byrjun skila sér margfalt fyrir framtíð hundsins þótt jú áframhaldandi þjálfun hjá eigendum skiptir gríðarlegu máli. 

Til að viðhalda mikið af okkar vinnu, fylgir með Krílahvolpa tímar hjá Betri Hundum ásamt því að fólk fær 15% afslátt á námskeiði hjá þeim.  Við viljum sérstaklega mæla með því að fólk nýti þann möguleika til að stuðla að góðu uppeldi.  Framtíð hvolpsins skiptir okkur mjög miklu máli. 

Við erum alltaf til staðar, þegar þú tekur við hvolpi/hundi frá okkur ertu ekki bara fá hund,  þú ert að fá hluta af okkur. Þetta var eitt sinn hvolpur sem við buðum velkominn í lífið, elskum, þjálfuðum &  komum á legg.  Hann er en okkar ábyrgð & verður það til lífsins loka.  Við viljum fá að fylgjast með, sjá hvernig þau vaxa, horfa á heilbrigði & vita til þess að hundurinn sé elskaður.  Fyrir okkur er þetta ekki bara að vera ræktendur, við viljum sjá hvolpana okkar lifa sínu besta lífi, verða að flottum hundum. Við viljum sjá tegundina vaxa, dafna & verða betri.  

Ræktunin á Instagram

@GREATICELANDICTOY

bottom of page