top of page

UM OKKUR

Hundarnir okkar eru fyrst & fremst fjölskyldumeðlimir. Megin atriðið er að allir okkar hundar/ hvolpar séu elskaðir, glaðir & heilbrygðir. Markmiðið okkar eru fyrst og fremst skapgerð & heilbryði.  Við leggjum þó mikið uppúr að hafa gæði, tignarlega & flotta hunda sem eru samkvæmt staðli tegundarinnar.  Við notum einungis geðgóða & hæfa hunda í okkar ræktun, sem og pössum vel uppá okkar hóp.
VIÐ ERUM ALLTAF TIL STAÐAR! 

Einsog stendur spila margir einstaklingar inní ræktunina okkar og erum við stolt að geta kallað okkar kaupendur vini. Við erum mjög þakklát öllum sem hafa komið að ræktununum 
 

Erna Christians, Steinunn & Ásdís eru eigendur Russian Toy ræktuninnar  Great Icelandic Toy. 
Erna stofnaði fyrst ræktunina árið 2017. Bættust þó  systurnar Steinunn & Ásdís við 2023 vegna góð samstarfs, en eiga þær báðar Great Icelandic Toy hunda. 

Erna ræktar líka Greyhound & Whippet undir nafninu Ásyrju sem hún stofnaði árið 2022. Erna er í hundaþjálfar námi ásamt því hún rekur vefverslunina www.mona.is.  Mikil reynsla, þekking & brennandi áhugi á öllu sem tengist hundum er til staðar. Stefnunni er stefnt hátt! 

 

Ykkur er velkomið að hafa samband á Facebook hjá viðkomandi ræktun ef áhugi er fyrir tegundinni. Allir sem hafa áhuga þurfa svara umsókn sem viðkomandi ræktun sendir í einkaskilaboðum á Facebook en öll samskipti fara þar fram. Erna sér um að svara skilaboðum og finna væntanleg heimili fyrir hvolpana. Farið er svo eftir þeim fjölskyldum sem okkur lýst best á að hverju sinni & er þeim parað við hvolpa sem hentar best. Allir okkar hvolpar eru ráðlagðir sem heimilisdýr & seljast þar að leiðandi með geldingu í huga nema annað sé tekið fram. Veglegur gjafapakki fylgir með öllu þvi sem hvolpur þarf & ættbók frá hundaræktunarfelagi Íslands. Svo auðvitað fylgir ræktendur með sem hægri hönd.

 

Við leggjum mikið uppúr því að fylgjast með hvolpunum okkar &  vera til staðar! 

 

Hundarnir á Instagram

@HUNDAHOLLIN

@GREATICELANDICTOY

bottom of page