Russian Toy

Great Icelandic Toy West

Fæddur: 13.10.21 / Snögghærður 

Áhugasamir um June geta haft samband á Facebook síðu okkar.

June

Er rólegur karakter, mjög klár með stóran flottan persónuleika sem elskar ekkert heitar en athygli & ást. Myndi kúra allan sólahringinn ef hann fengi tækifæri á því.  Hann kann að labba í taum, vera einn heima & er búrvaninn. Er vanur börnum & hundum, er líka mjög góður í návist þeirra. 


 

301806967_3160968977498027_9117144183808628811_n.jpg
302149421_3160968960831362_3146837254215217408_n (1).jpg

Fóðursamningur

June selst á fóðursamning sem er svokallaður ræktunarsamningur og virkar svona: 
Umræddur Rakki  er sett í umsjá fóðuraðila en þó en á nafni ræktanda. Ræktandi á þar að leiðandi ræktunarréttinn undan rakkanum.  Fóðuraðili sér um hundinn einsog sína eigin, sér þá um allt sem tengist því að eiga hund.  Ræktandi mun hinsvegar sjá um allt ræktunartengt og kostnað bakvið það. Verðið er 290.000kr, fylgir veglegur pakki með sem innihledur allt sem hann þarf. ATH Ekki er augljóst hvort samningur gangi eftir. ef ekki þá verður hann geldur á kostnað ræktanda.

Við viljum helst finna heimli innan höfuðborgasvæðis eða nágrenni þar sem ráðlagt er að sýna hann á sýningum HRFI. En skoðum auðvitað allt. Ekki er verra ef fóðurheimili hefur áhuga á að sýna.